Tilgangur

Að lofa, tilbiðja og upphefja Guð í samfélaginu og okkar eigin lífi.
Að hjálpa fólki til þess að fá þekkt Jesú Krist og taka á móti honum sem persónulegum frelsara sínum.
Að segja frá fagnaðarerindinu um Jesú Krist, því að hann er frelsarinn, sá sem leysir, læknar og skírir í Heilögum anda.
Að stuðla að andlegri einingu meðal kristinna manna.

Trú okkar er:
Við trúum því að Biblían sé innblásið Guðs orð.
“Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu,
til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti.”
(2.Tím.3:16)
Við trúum að Jesú Kristur, sonur Guðs, hafi verið sendur í heiminn til þess
að friðþægja fyrir syndir heimsins með dauða sínum á krossinum og hafi síðan risið upp og þannig fullkomnað áætlun Guðs.
En Jesús bar fram eina fórn fyrir syndirnar og settist um
aldur við hægri hönd Guðs.”
(Heb.10:13)
Við trúum að Guð sé Faðir, Sonur og Heilagur andi.
Við trúum að Heilagur andi sé persóna og trúum á náðargjafir Hans.
“En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.”
(Jóh.14:26)

“Mismunur er á náðargjöfum, en andinn er hinn sami”
(1.Kor.12:4)
Við trúum því að hvíldardagurinn sé laugardagur, sambandstákn milli Guðs og manna, að hann eigi að vera manninum til hvíldar og endurnýjunar í samfélagi við skapara sinn.
Við trúum því að þetta samband sé óhagganlegt og öll sköpun muni um alla eilífð tilbiðja Guð á hvíldardegi Hans.
“Því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.”
(2.Mós.20:11(Einnig Jes.66:22-23))
Við trúum því að niðurdýfingarskírn í Jesú nafni sé hin rétta skírn og Guði þóknanleg. Með henni viljum við í verki sýna Guði trú okkar og að við viljum reyna af öllum mætti að helgast í Honum.
“Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.”
(Post.2:38)
Við trúum á endurkomu Jesú Krists.
“Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa.
Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.
(1.Þess.4:16-17)

“Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.” (Róm.3:23)

“Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.”
(Jóh.3:16)

“En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.”
(Jóh.1:12)

“Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.”
(Post.4:12)

“Hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða”
(Róm.10:13)

“Hegningin, sem vér höfðum unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
(Jes.53:5)

“Og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.”
(1.Jóh.1:7)

“Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.
Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.”
(Róm.10:9-10)