By | 30/03/2017

Hittingur

Sæl öll. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þurfum við að færa hittinginn sem við ætluðum að hafa 29. nóv. fram um viku, þ.e. til laugardagsins 22. nóv. kl. 16:00. Við vonum að það komi ekki að sök og að þið komist sem flest. Endilega deilið þessum fréttum með þeim sem gætu haft áhuga.
Bestu kveðjur, Ármann, Björg, Guðmundur og Narfi

Salurinn

Veislusalurinn er ekki til útleigu á sunnudögum. Einungis laugardögum.

Í sambandi við veislusalinn, frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda
tölvupóst á kefas@kefas.is ekki i sima.

Kirkjan leigir út sal undir veislur, einkum fermingarveislur.
Salurinn tekur u.þ.b. 80 manns og kostar 65.000 þúsund kr.
Það þarf að vera starfsmaður frá okkur sem kostar kr. 5.500 á tímann hvort sem það er í veislu undirbúning eða í veislunni sjálfri. Ef það er rauður dagur þá er kostnaður við starfsmann kr 8.000 á tímann.

Leigutaki þarf að skaffa aðstoðarmanneskju í eldhúsið eða að leigja aðra manneskju frá okkur.

Allt leirtau og önnur áhöld eru til staðar, kaffivélar og kælar fyrir matföng.
Eldhúsið er einungis framreiðslueldhús en ekki framleiðslu svo ekki er hægt að matreiða á staðnum.
Öll meðferð áfengis er bönnuð.

Hægt er að panta dúka, kostnaður við u.þ.b. 80 manns er 20.000 kr.
Kostnaður per dúk er 1.000 kr.

_mg_06s