Passíusálmarnir

Í desember 2013 gaf Fríkirkjan Kefas út Passíusálma Hallgríms Péturssonar, ásamt sálminum Allt eins og blómstrið eina, upplesna á geisladiskum. Lesari er Páll E. Pálsson sem einnig stjórnaði upptökum. Sálmarnir eru á fjórum geisladiskum sem má spila í öllum hljómflutningstækjum og er þetta er í fyrsta sinn sem Passíusálmar Hallgríms verða landsmönnum aðgengilegir á þennan máta. Útgáfan er sannkölluð viðhafnarútgáfa þar sem virkilega var verið vandað til verks við að koma þessu meistaraverki Hallgríms sem best til skila. Passíusálmar Hallgríms eru til sölu í kirkjunni sem og í öllum helstu bókabúðum landsins.

Allar nánari upplýsingar og pantanir skal senda til kefas(hja)kefas.is
Print