Sumarfrí

Við erum komin í sumarfrí 🙂

Hittumst hress í haust.

Brauðsbrottning

Næsta fimmtudag kl 20:00 er brauðsbrottning.
Hlökkum til að sjá þig.

Veislusalurinn

Vegna mikil magns tölvupósta þá set ég þessar upplýsingar einnig hérna inn.

Vinsamlegast smellið á dagatalið okkar til að athuga hvort dagsetningin sé laus sem þú hefur áhuga á.
Dagatal Kefas
Salurinn er ekki í útleigu eftir 27 maí og út júní 2017.
Kirkjan leigir út sal undir veislur, einkum fermingarveislur.
Salurinn tekur u.þ.b. 80 manns og kostar 50.000 þúsund kr.
Það þarf að vera starfsmaður frá okkur sem kostar kr. 3.000 á tímann hvort sem það er í veislu undirbúning eða í veislunni sjálfri.
Leigutaki þarf að skaffa aðstoðarmanneskju í eldhúsið eða að leigja aðra manneskju frá okkur.

Allt leirtau og önnur áhöld eru til staðar, kaffivélar og kælar fyrir matföng.
Eldhúsið er einungis framreiðslueldhús en ekki framleiðslu svo ekki er hægt að matreiða á staðnum.
Öll meðferð áfengis er bönnuð.

Hægt er að panta dúka, kostnaður við u.þ.b. 80 manns er 10.000 kr.
Kostnaður per dúk er 500 kr.
Það eru kertastjakar og vasar á staðnum ef þið getið nýtt ykkur þessa sem eru á myndunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á kefas@kefas.is

_mg_06s

Aðalfundur 3 apríl

Næsti aðalfundur safnaðarins verður þriðja apríl kl 20:00.
Dagskrá fundarins verður auglýst síðar.

Bænin

Bænastund í kvöld klukkan 20:00.
Bænin er okkar vopn, í hvaða ástandi er þitt vopn ? Ryðgað og lítið notað ? Þá virkar það kannski ekki þegar þú þarft mest á því að halda. Gleymdu því ekki að Jesús elskar þig og vill þinn félagsskap. Að sjálfsögðu þarf ekki bænastund til að biðja en að koma saman og hvetja hvort annað áfram, hlusta á kringumstæður fólks og hvetja hvort annað áfram ætti að vera ómissandi partur af okkar göngu saman.

Alla sunnudaga er samkoma klukkan 14:00. Minnum á fría Royal Rangers skátastarfið á miðvikudögum klukkan 18:00.

Þriðjudagskvöld kl 20:00

Á þriðjudagskvöldum eru bænastundir kl 20:00
Oftast er þetta fámennur hópur sem mætir og róleg tónlist spiluð, góð stund til að kúpla sig út úr amstri dagsins og taka frá tíma fyrir Hann. Hlökkum til að sjá þig vinur. Jesús segir: Ef þér eruð í mér, og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það. – Jóhannesarguðspjall 15:7