Sumarleyfi í Kefas

Vegna sumarleyfa verður engin formleg dagskrá í Fríkirkjunni Kefas fyrr en í byrjun ágúst en þá byrja samkomur aftur og síðar önnur starfsemi. Við vonum að allir njóti sinna sumarleyfa og þessara björtu og fallegu daga á Íslandi sem okkur bjóðast núna. Lifið heil og Drottinn blessi ykkur!

Seljalandsfoss is one of the most beautiful waterfalls on the Iceland. It is located on the South of the island. With a rainbow.

Seljalandsfoss is one of the most beautiful waterfalls on the Iceland. It is located on the South of the island. With a rainbow.

Hljómsveitin GIG með lofgjörðarkvöld í Kefas

Laugardaginn 7. maí kl. 20 verður hljómsveitin GIG með lofgjörðarkvöld í Kefas. Að þessu sinni koma þau Rúnar Ólafsson og Jóhanna Gunnarsdóttir fram með hljómsveitinni. Ókeypis inn og allir eru hjartanlega velkomnir!

gigmai

Kvennaráðstefna helgina 6.-7. maí

Við vekjum athygli á áhugaverðri kvennaráðstefnu sem haldin verður um næstu helgi í Smárakirkju. Ráðstefnan nefnist “Himininn er opinn” og er haldin af félaginu Tengslanet kvenna á Íslandi. Það eru kristileg kvennasamtök sem upphaflega eru frá Noregi en hafa verið að vaxa síðustu ár á hinum norðurlöndunum. Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna og dagskrána á Facebook hjá Tengslaneti kvenna.

kvennamot

 

Sunnudagurinn 1. maí – síðasti sunnudagaskólinn

Sunnudaginn 1. maí kl. 11 verður síðasti sunnudagaskóli vetrarins. Heil hljómsveit spilar nokkur skemmtileg lög, við heyrum og sjáum góða fræðslu og í lokin verður boðið upp á grillaðar pylsur og útiveru ef veður lofar. Klukkan 13 verður almenn samkoma þar sem Óskar Sigurðsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn og kaffi og samvera í lokin. Takk fyrir veturinn sunnudagaskólabörn og fylgdarmenn og gleðilegt sumar!

kids banner

Bænagöngur á sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta verða bænagöngur víða um land. Flestar göngur hefjast kl. 9:30 og boðið er upp á mismunandi langar göngur og í verri göngu eru tekin viss bænarefni fyrir, t.d. heilbrigðismál á Íslandi, fjölskyldur og fleira. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar Lindin, www.lindin.is

 

Bnaganga-logo

 

Hljómsveitin GIG verður með lofgjörðarkvöld í Kefas 9. apríl

Hljómsveitin GIG verður með lofgjörðarkvöld í húsnæði kirkjunnar næsta laugardag kl. 20. Húsið verður opnað kl. 19. Að þessu sinni kemur Óskar Sigurðsson einnig fram með hljómsveitinni sem er skipuð einvala liði. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir!

gigapril

Páskar í Kefas

Á páskadegi kl. 11 verður hátíðarstund fyrir alla fjölskylduna í Kefas. Pétur Erlendsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Að samkomu lokinni verður hádegisverður þar sem allir sem geta og vilja leggja eitthvað til á sameiginlegt hlaðborð. Gleðilega hátíð öll sömul!

ressurectioncrossandemptytomb

Passíusálmar Hallgríms á tilboði í Kefas

Nú nálgast páskar og því tilvalið að minnast pínu og þrauta Krists. Líklega hafa fáir náð að fanga þá atburði betur í orð en meistari Hallgrímur Pétursson í passíusálmum sínum. Árið 2013 gaf kirkjan út sálmana í upplestri Páls E. Pálssonar á geisladiskum og fæst sú útgáfa í öllum betri bókabúðum en er á sértilboði í Kefas fram yfir páksa á kr. 3.990. Í kaupauka er fallegt bókamerki með vísu eftir Hallgrím. Nýtið endilega tækifærið til að eignast eða gefa meistarverk Hallgríms í góðum upplestri. Hafið endilega samband með tölvupósti, kefas@kefas.is, ef ykkur langar að nálgast eintak eða á Facebook síðu kirkjunnar.

1660364_1147472865286605_2588689786682949570_n

 

Sálmatónleikar 17. mars

Fimmtudagskvöldið 17. mars kl. 20 verða án efa frábærir tónleikar í Kefas. Fluttir verða klassískir sálmar í glæsilegum útsetningum af einvala hljóðfæraleikurum og söngvurum. Fram koma Söngtríóið Hörpustrengir, Þóra Gísladóttir, Anna Sigríður Snorradóttir, Íris Guðmundsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Gunnlaug Rósalind Sigurðardóttir og Óskar Sigurðsson. Hljómsveitina skipa Brynjólfur Snorrason á trommum, Davíð Sigurgeirsson og Pétur Erlendsson á gítar, Ingvar Alfreðsson á píanó og Páll E. Pálsson á bassa. Kynnir verður sálmakóngurinn Hafliði Kristinsson. Miðaverð er kr. 1.800 í forsölu, í síma 896-2953, og kr. 2.000 við innganginn. Takið kvöldið frá og komið og njótið!

salmatonleikar

Sunnudagurinn 6. mars

Sunnudaginn 6. mars verður fjölskyldusamvera kl. 11 þar sem heil hljómsveit spilar skemmtileg lög, við heyrum góða fræðslu um Jesús og börnin og sjáum einnig brúðuleikrit. Börn úr sunnudagaskólanum munu einnig koma fram með eigin atriði. Í lok stundar verður boðið upp á pizzur í hádegismat. Klukkan 13 verður almenn samkoma þar sem Ármann Jakob Pálsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn, kaffi og samvera í lokin og verslun kirkjunnar opin en þar má margt fallegt finna. Allir hjartanlega velkomnir!

Jesusogbarn