Samkoma á sunnudaginn kl 14:00 !

Vissir þú að í Kefas er lifandi og mögnuð gospel tónlist ?
Seinasta samkoma var virkilega blessuð og mæting góð. Við hvetjum þig til að mæta og taka þátt með okkur í samkomunni. 🙂
Boðið er upp á barnapössun meðan orðið er talað og léttar veitingar að samkomu lokinni.
Athugið nýr tími, kl 14:00, hlökkum til að sjá þig.
390296-happy-day

Royal Rangers skátastarfið hefst að nýju !

Kristilegt skátastarf, Royal Rangers, hefst 31. ágúst í Kefas
Royal Rangers er kristilegt skátastarf sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur starfað um allan heim í áratugi og á Íslandi frá árinu 1999. Frá og með 31. ágúst verða skátafundir á miðvikudögum kl. 18-19:30 í Kefas fyrir öll börn sem eru í 3.-8. bekk.
 
Royal Rangers styðst við aðferðarfræði kristilegs skátastarfs þar sem unnið er út frá fræðum sem tengjast hugtökum um útinám, ævintýranám og reynslumiðað nám.
 
Markmið Royal Rangers eru að börn og unglingar þroskist, læri, lifi og leiki sér í jákvæðu og uppbyggilegu tómstundarstarfi sem fer fram innan kirkjunnar og úti í náttúrunni. Við kappkostum að byggja upp jákvætt og heilbrigt tómstundarstarf með áherslu á trú á Guð og kristin gildi.
 
Skátastarfið er fjölbreytt, skemmtilegt og hæfir öllum börnum. Öll börn í 3.-8. bekk eru hjartanlega velkomin í Royal Rangers skátastarfið. Komum klædd eftir veðri, það er ekkert til sem heitir vont veður aðeins slæmur klæðnaður. Við erum mikið úti í skátunum og þess vegna er góður klæðnaður mjög mikilvægur.
 
Á heimasíðu Royal Rangers, www.royalrangers.is, er hægt að lesa meira um starfið og einnig viljum við vekja athygli á facebook.com/royalrangersreykjavik en þar setjum við inn myndir, tilkynningar og ýmislegt skemmtilegt frá skátafundum og skátamótunum okkar.
 

Við hlökkum til að sjá þig á næsta skátafundi í Kefas alla miðvikudaga kl. 18-19:30.

Royal_Rangers.svg

Sumarleyfi í Kefas

Vegna sumarleyfa verður engin formleg dagskrá í Fríkirkjunni Kefas fyrr en í byrjun ágúst en þá byrja samkomur aftur og síðar önnur starfsemi. Við vonum að allir njóti sinna sumarleyfa og þessara björtu og fallegu daga á Íslandi sem okkur bjóðast núna. Lifið heil og Drottinn blessi ykkur!

Seljalandsfoss is one of the most beautiful waterfalls on the Iceland. It is located on the South of the island. With a rainbow.

Seljalandsfoss is one of the most beautiful waterfalls on the Iceland. It is located on the South of the island. With a rainbow.

Hljómsveitin GIG með lofgjörðarkvöld í Kefas

Laugardaginn 7. maí kl. 20 verður hljómsveitin GIG með lofgjörðarkvöld í Kefas. Að þessu sinni koma þau Rúnar Ólafsson og Jóhanna Gunnarsdóttir fram með hljómsveitinni. Ókeypis inn og allir eru hjartanlega velkomnir!

gigmai

Kvennaráðstefna helgina 6.-7. maí

Við vekjum athygli á áhugaverðri kvennaráðstefnu sem haldin verður um næstu helgi í Smárakirkju. Ráðstefnan nefnist “Himininn er opinn” og er haldin af félaginu Tengslanet kvenna á Íslandi. Það eru kristileg kvennasamtök sem upphaflega eru frá Noregi en hafa verið að vaxa síðustu ár á hinum norðurlöndunum. Hægt er að lesa nánar um ráðstefnuna og dagskrána á Facebook hjá Tengslaneti kvenna.

kvennamot

 

Sunnudagurinn 1. maí – síðasti sunnudagaskólinn

Sunnudaginn 1. maí kl. 11 verður síðasti sunnudagaskóli vetrarins. Heil hljómsveit spilar nokkur skemmtileg lög, við heyrum og sjáum góða fræðslu og í lokin verður boðið upp á grillaðar pylsur og útiveru ef veður lofar. Klukkan 13 verður almenn samkoma þar sem Óskar Sigurðsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Gæsla fyrir börn og kaffi og samvera í lokin. Takk fyrir veturinn sunnudagaskólabörn og fylgdarmenn og gleðilegt sumar!

kids banner

Bænagöngur á sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta verða bænagöngur víða um land. Flestar göngur hefjast kl. 9:30 og boðið er upp á mismunandi langar göngur og í verri göngu eru tekin viss bænarefni fyrir, t.d. heilbrigðismál á Íslandi, fjölskyldur og fleira. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar Lindin, www.lindin.is

 

Bnaganga-logo

 

Hljómsveitin GIG verður með lofgjörðarkvöld í Kefas 9. apríl

Hljómsveitin GIG verður með lofgjörðarkvöld í húsnæði kirkjunnar næsta laugardag kl. 20. Húsið verður opnað kl. 19. Að þessu sinni kemur Óskar Sigurðsson einnig fram með hljómsveitinni sem er skipuð einvala liði. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir!

gigapril

Páskar í Kefas

Á páskadegi kl. 11 verður hátíðarstund fyrir alla fjölskylduna í Kefas. Pétur Erlendsson prédikar og tónlistarhópur kirkjunnar leiðir lofgjörð. Að samkomu lokinni verður hádegisverður þar sem allir sem geta og vilja leggja eitthvað til á sameiginlegt hlaðborð. Gleðilega hátíð öll sömul!

ressurectioncrossandemptytomb